5. fundur faghóps 2, 09.06.2022

Fundarfrásögn

Faghópur 2

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

5. fundur, 09.06.2022, kl. 8:30 – 9:30.

Fundur faghóps 2 á Teams


Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Guðni Guðbergsson (GG), Einar Torfi Finnsson (ET), Hjörleifur Finnsson (HF), Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ) og Unnur Svavarsdóttir (US).

Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir boðaði forföll.

Fundarritari: ADS


Fundur settur kl. 8:30

BM fjallaði um hugmyndir um hvernig megi meta áhrif virkjana á landbúnaðarland. Hún kynnti hugmyndafræðina um að flokka land eftir getu þess m.t.t. ýmissar landnýtingar. En í grunnin byggir sú hugmyndafræði á aðferðum sem þróaðar voru af FAO 1976 og mjög mörg lönd í kringum okkur hafa flokkað sitt land m.t.t. landnýtingar eftir þessu kerfi.

Matvælaráðuneytið (þá atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið) gaf út árið 2021 leiðbeiningar um flokkun lands m.t.t. hæfni til ræktunar (sjá: https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/ANR/Landbunadur/Landb%C3%BAna%C3%B0arlandslei%C3%B0beiningar.pdf) sem byggir á hugmyndafræðinni um getu lands. Hægt væri að nýta þá flokkun sem grunn að því til að meta hvort að virkjanir hafa áhrif á hugsanlegt ræktarland. Mikil vinna hefur svo verið innan Landgræðslunnar m.a. í tengslum við GróLindarverkefnið og vinnu við reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sem mun nýtast vel þegar meta á hvort að virkjanir hafi áhrif á góð beitarlönd.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið um kl. 9:30.