19. fundur faghóps 2, 28.03.2023

Fundarfrásögn

Faghópur 2  

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

19. fundur, 28.03.2023, kl. 13:30-15:30

Fundur haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Einar Torfi Finnsson (ETF), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ).

Bryndís Marteinsdóttir, Guðni Guðbergsson og Unnur Svavarsdóttir boðuðu forföll

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 13:30 

  1. Staða mála

ADS sendi rannsóknatillögur vegna endurmats á Skrokkölduvirkjun til verkefnastjórnar og er niðurstöðu að vænta fljótlega.

Miðvikudaginn 29. mars fundar ADS með fulltrúum faghóps 1 um endurmat á Skrokkölduvirkjun. Lagt til að Faghópur 2 skili sjálfstæðri greinargerð um þá þætti sem óskað var endurskoðunar á.

Sama dag er fundur formanna faghópa með verkefnastjórn og munu tímalína og skiladagar á einstökum hlutum verkefnisins vonandi skýrast á þeim fundi.

  1. Endurmat virkjunarkosta frá 4. áfanga

Verkefnisstjórn hefur falið faghópi 2 að endurmeta eftirfarandi virkjunarkosti vatnsafls frá 4. áfanga; Skúfnavatnavirkjun, Hamarsvirkjun, Tröllárvirkun og Hvanneyrardalsvirkjun. Farið yfir áhrifasvæði viðkomandi virkjunarkosta, eins og þau voru skilgreind í 4. áfanga, og metið hvort endurskoðunar á þeim væri þörf. ADS mun óska eftir því við verkefnastjórn að haldnar verði kynningar um virkjunarkostina.

Verkefnisstjórn hefur einnig falið faghópi 2 að meta virkjunarkostinn Bolaöldu en það skal áréttað að faghópurinn mat ekki þann kost í 4. áfanga. Farið yfir áhrifasvæði virkjunarkostsins og það skilgreint í grófum dráttum. Faghópurinn telur að rannsaka þurfi áhrif virkjunarkostsins á ferðaþjónustu og útivist áður en hann verður metinn en einnig er nauðsynlegt að fá kynningu á honum.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 4. apríl n.k. kl. 13:30.

Fundi slitið kl. 15:30.