15. fundur faghóps 2, 21.02.2023

Fundarfrásögn

Faghópur 2  

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

15. fundur, 21.02.2023, kl. 13:30-15:30

Fundur haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ).

Unnur Svavarsdóttir boðaði forföll

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 13:30 

  1. Opinn fundur verkefnastjórnar 15. febrúar s.l.

Rætt stuttlega um opinn kynningarfund verkefnisstjórnar sem haldinn var 15. febrúar s.l.

Á fundinum fór formaður verkefnastjórnar, Jón Geir Pétursson, m.a. yfir tilmæli Alþingis um endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga. Þar var virkjunarkosturinn Skrokkalda færður úr nýtingarflokki yfir í biðflokk og mun verkefnastjórn láta vinna að lágmarki tvær greiningar sem hluta af þessu endurmati. Annars vegar er um að ræða greiningu á áhrifum virkjunarkostsins á víðerni á hálendinu og hinsvegar á áhrifum virkjunarkostsins á nálægð við friðlýst svæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Faghópur 2 fær þessi verkefni og mun ADS gera fyrsta uppkast að greinargerð og leggja fyrir faghópinn.

  1. Upprifjun á aðferðafræði faghóps 2 – frh.

Haldið áfram að rifja upp aðferðafræði faghóps 2 við mat á virði ferðasvæða. Umræður um verkaskiptingu innan faghópsins og tiltæk gögn við mat á viðföngum.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 28. febrúar n.k. kl. 14:30.

Fundi slitið kl. 15:30