35. fundur faghóps 1, 20.06.2023

Fundur faghóps 1

Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).

35. fundur – 20. júní 2023.

Fjarfundur

 

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KJ).

Forföll: Birna Lárusdóttir (BL), Kristín Svavarsdóttir (KS)

Fundarritari: HHÆ

Fundur hófst kl. 9

Samkvæmt 10. grein laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun) skal meðal annars leita umsagnar Umhverfisstofnunar, Fornleifaverndar ríkisins (nú Minjastofnunar Íslands) og Náttúrufræðistofnunar Íslands um hvort fyrirliggjandi gögn varðandi einstaka virkjunarkosti eru nægjanleg til að meta þá þætti sem taka skal tillit til í verndar- og orkunýtingaráætluninni.

Á fundinum var farið yfir skjöl um þau gögn sem faghópur 1 hefur til umráða til að meta þá virkjunarkosti sem hann hefur til mats. Annars vegar er um ræða skjal með upplýsingum um gögn varðandi menningarminjar sem sent verður Minjastofnun til umsagnar og hins vegar skjal með upplýsingum um gögn er varða náttúruminjar sem send verða Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnum til umsagnar.