30. fundur faghóps 1, 16.05.2023

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1 

Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ). 

30. fundur – 16. maí 2023.   

Fjarfundur.

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ).

Forföll: Guðný Zoëga (GZ).

Fundarritari: BL 

Fundur hófst kl. 9

  1. Rætt var um áætlanir vegna rannsókna og gagnaöflunar á áhrifasvæðum vatnsaflsvirkjana út frá einstökum viðföngum. Sérstaklega var farið yfir mögulegan kostnað v/ virkjanahugmynda á Vestfjörðum og aðgengi þar, en hugsanlega verður farið upp á torsótt svæði með þyrlu.

  1. Farið var yfir afmörkun áhrifasvæða, sem er ekki endilega sú sama og afmörkun framkvæmdasvæða. Von er á korti sem sýnir áhrifasvæði virkjunarhugmyndar við Bolöldu.

Fundi slitið kl. 11.