15. fundur faghóps 1, 01.12.2022

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1

Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).

15. fundur – 1. desember 2022, haldinn í Lögbergi, Háskóla Íslands

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS) og Kristján Jónasson (KJ).

Gestir fundar: Jón Geir Pétursson (JGP), formaður verkefnisstjórnar RÁ, Kristinn Haukur Skarphéðinsson (KHS), dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands.

Fundarritari: BL

  1. Fyrra innlit JGP. Rætt var vítt og breitt um rammaáætlun og sérstaklega vinnuna varðandi mat á vindorkukostum. Meðal annars var komið inn á lagarammann, vinnuferlið framundan og starfshóp um vindorku sem á að skila niðurstöðum í byrjun árs 2023.

  1. HHÆ fór almennt yfir aðferðafræði við mat faghóps 1. Rætt var um gögn sem liggja vinnunni til grundvallar, bæði útgefin og óútgefin. Farið var sérstaklega yfir breytingar sem hafa orðið á aðferðafræði milli áfanga, m.a. vægi einstakra viðfanga og sameiningu viðfanga sem hafa mikla fylgni.

  1. KJ kynnti Hagavatn sem dæmi um virkjanakost sem fékk afar ólíkar einkunnir fyrir viðföng í verðmætamati í RÁ3.

  1. KHS hélt kynningu um farleiðir arna en smám saman er að teiknast upp mynd af búsvæðanotkun ungfugla gegnum upplýsingar úr GPS-sendum sem festir eru á þá. Sífellt er að bætast við grunninn og gögnin ættu að nýtast í mati í 5. áfanga RÁ.

  1. Síðara innlit JGP. Jón Geir flutti tíðindi af fundi með Landmælingum, en sérfræðingar þeirra hafa nú útbúið gagnvirkt þrívíddarlíkan þar sem hægt er að skoða tilgátumyndir af uppsettum vindorkugörðum frá ýmsum sjónarhornum. Jón Geir sýndi dæmi úr vefsjánni sem er enn í þróun en verður gagnlegt tól við mat á áhrifum. Einnig var rætt áfram vítt og breitt um Rammaáætlun, aðferðafræði og stöðu mála.

Fundi slitið kl. 16:15