54. fundur, 17. febrúar 2021

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar

um vernd og orkunýtingu landsvæða

54. fundur 17. febrúar 2021 kl. 09:00-10:00

Fjarfundur á Teams

Mætt voru

Verkefnisstjórn: Guðjón Bragason, Guðrún Pétursdóttir, Guðrún Sævarsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson, Magnús Guðmundsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Þórgnýr Dýrfjörð

Formenn faghópa: Anna Dóra Sæþórsdóttir, Jón Ásgeir Kalmansson og Sigurður Jóhannesson.

Umhverfisráðuneyti: Herdís Helga Schopka

Boðuð forföll: Ása L. Aradóttir


Umræðuefni fundarins var skýrslan sem verkefnisstjórn mun skila til UAR í byrjun apríl.

Rætt var um efnistök og uppsetningu og ákveðið að skýrslan fjalli í meginatriðum um eftirtalin atriði:

 1. Skipun verkefnisstjórnar og faghópa 
  1. Vinnuferlið frá skipun verkefnisstjórnar, óljóst starfsumhverfi rammaáætlunar m.a. við að fá virkjanakosti til umfjöllunar, matsferli á virkjanakostum og niðurstöður faghópa. 
 2. Röðun virkjanakosta í RÁ4   
 3. Vinna að   
  1. Bættum aðferðum við mat á áhrifum á samfélög
  2. Bættum aðferðum við mat á hagrænum áhrifum
  3. Að skilvirkri vistun og miðlun gagna með kortavefsjá
  4. Aukinni þekkingu á virkjun vindorku   
 4. Samantekt rannsóknarverkefna sem 4. áfangi rammaáætlun hefur staðið að.

Þórgnýr Dýrfjörð, Magnús Guðmundsson og Guðrún Pétursdóttir verða í ritnefnd, formenn faghópa eru ábyrgir fyrir sínum skýrslum, en aðrir í verkefnisstjórn taka að sér verkefni eftir þörfum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 10

GP ritaði fundargerð