52. fundur, 20. janúar 2021

Fundarfrásögn

Fundur umhverfis- og auðlindaráðuneytis með verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um drög að breytingum á lögum nr. 48/2011 (málsmeðferð vindorku)

Staður og tími: Teams, 20.01.2021 kl. 13:00-14:00

Mætt:

Frá UAR: Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri skrifstofu landgæða (JGP); Hafsteinn S. Hafsteinsson, lögfræðingur á skrifstofu landgæða (HSH) og Herdís Helga Schopka, sérfræðingur á skrifstofu landgæða (HHS)

Frá verkefnisstjórn: Elín Líndal, Guðrún Pétursdóttir, Hilmar Gunnlaugsson, Magnús Guðmundsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Þórgnýr Dýrfjörð

Fundarfrásögn:

JGP opnaði fundinn. Kynnti forsögu málsins, samstarfsnefnd þriggja ráðuneyta sem var falið að vinna fram tillögur að málsmeðferð vindorku í rammaáætlun. HSH tók við og kynnti niðurstöður/skýrslu nefndarinnar, auk draga að frumvarpi og draga að þingsályktun.

Umræður.