46. fundur 02.07.2020

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar

um vernd og orkunýtingu landsvæða

46. fundur 2.júlí 2020 kl 14:30-16:30

Fjarfundur á Teams

Mætt voru

Verkefnisstjórn:

Elín Líndal, Guðrún Pétursdóttir, Guðrún Sævarsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson, Þórgnýr Dýrfjörð

Formenn faghópa: Anna Dóra Sæþórsdóttir, Ása Aradóttir, Jón Ásgeir Kalmansson, Sigurður Jóhannesson

Frá UAR Þorsteinn Sæmundsson

Boðuð forföll: Magnús Guðmundsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir


Dagskrá

1. Samskipti verkefnisstjórnar við Orkustofnun vegna gagna

2. Rannsóknarferðir faghópa 1 og 2 í sumar/haust

3. Vettvangsferð RÁ4 11-12 ágúst 2020


  1. Formaður kynnti að borist hefur bréf frá Reykjavík Geothermal dags. 22.6.2020 þar sem farið er fram á að verkefnistjórn RÁ4 taki virkjunarkostinn Bolaöldu til meðferðar. Verkefnisstjórn mun árétta fyrra bréf til Orkustofnunar dags 28.5.2020 um nauðsyn þess að lögboðin gögn frá virkjunaraðilum liggi fyrir, svo að verkefnisstjórn geti metið virkjunarkost.
  2. Ása Aradóttir lagði fyrir tillögur faghóps 1 um rannsóknir vegna mats á virkjunarkostum vatnsafls á Vestfjörðum og Austurlandi auk stækkana á 3 virkjunum Landsvirkjunar. Möguleikar og valkostir ræddir ítarlega. Verkefnisstjórn samþykkir að farið sé í þessar rannsóknir af fullum krafti til að nýta tímann og komast sem lengst með mat á þessum kostum. Anna Dóra Sæþórsdóttir gerði grein fyrir stöðu rannsóknarverkefna á vegum faghóps 2.
  3. Vettvangsferð rammaáætlunar verður farin 11 og 12 ágúst 2020. Ákveðið að leggja megináherslu á að skoða þá kosti sem verið er að meta, en heimsækja jafnframt eftir föngum aðra kosti þótt enn sé beðið gagna um þá frá virkjunaraðilum.

Fleira ekki gert og fundi slitið

GP/ÞS rituðu fundargerð