40. fundur 19.02.2020

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

40. fundur 19. febrúar 2020 kl 15-17

Gimli Háskóla Íslands

Mætt voru:

Verkefnisstjórn: Elín Líndal (á fjarfundi), Guðrún Pétursdóttir, Guðrún Sævarsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson Magnús Guðmundsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir; Þórgnýr Dýrfjörð (á fjarfundi).

Formenn faghópa: Ása L. Aradóttir, Anna Dóra Sæþórsdóttir, Jón Ásgeir Kalmansson, Sigurður Jóhannesson

Frá UAR : Þorsteinn Sæmundsson

Gestur: Ásdís Hlökk Theódórsdóttir skipulagsstjóri

Dagskrá:

Skipulagsstofnun og skipulag vindorkuvera

Endurmat virkjunarkosta

Aðgangur að gögnum Orkustofnunar

  1. Formaður setti fund og bauð skipulagsstjóra velkominn. Fram var haldið samtali frá síðasta fundi og kynnti Ásdís Hlökk nánar stöðu verkefna hjá Skipulagsstofnun varðandi virkjun vindorku á landinu.

  1. Fram haldið umfjöllun um erindi frá ÓFEIGU náttúruvernd sem rætt var á síðasta fundi. Farið yfir drög að bréfi til lögfræðinga UAR um heimild verkefnisstjórnarinnar til endurmats á virkjunarkostum sem áður hafa verið metnir og settir í verndar- eða nýtingarflokk í þingsályktunartillögu um rammaáætlun sem Alþingi hefur samþykkt.

  1. Faghópar þurfa að fá stafræn kort til að geta borið saman virkjanakosti. Orkustofnun býr yfir miklu magni gagna sem komið geta að mjög góðum notum. Formaður skrifaði orkumálastjóra 7. febrúar 2020, skömmu eftir að OS hafði sent henni fyrirliggjandi virkjanahugmyndir, og falaðist eftir aðgangi að gögnum OS til að flýta fyrir vinnu faghópa og nýta skattfé sem best. Enn hefur ekkert svar borist. Viðbrögð við því rædd og ákveðið að formaður ítreki erindið, áður en til annarra ráða verður gripið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 17.

GP ritaði fundargerð