39. fundur 13.02.2020

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

39. fundur 13. febrúar 2020 kl 15-18

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Mætt voru:

Verkefnisstjórn: Elín Líndal, Guðrún Pétursdóttir, Guðrún Sævarsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson (á fjarfundi) Magnús Guðmundsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir & Þórgnýr Dýrfjörð.

Formenn faghópa: Ása L. Aradóttir, Anna Dóra Sæþórsdóttir, Jón Ásgeir Kalmansson, Sigurður Jóhannesson

Frá UAR : Þorsteinn Sæmundsson

Dagskrá:

Kerfisáætlun Landsnets

Samvinna við Skipulagsstofnun

Önnur mál

  1. Formaður setti fund og bauð velkomna gesti frá Landsneti, þá Guðmund Inga Ásmundsson forstjóra og Sverri Norðfjörð framkvæmdastjóra þróunar og tæknisviðs.

Farið var yfir helstu þætti kerfisáætlunar Landsnets og ræddir ýmsir tæknilegir og fjárhagslegir þættir varðandi flutningskerfi raforku.

  1. Samtal við forstjóra Skipulagsstofnunar, Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur, um verkefnin framundan og samstarf verkefnisstjórnar RÁ4 og Skipulagsstofnunar. Ákveðið að hittast aftur að viku liðinni.

  1. Fjallað um erindi frá ÓFEIGU náttúruvernd sem óskaði eftir því með bréfi dags. 21. janúar 2020 að verkefnisstjórn fjórða áfanga rammaáætlunar endurmeti virkjunarkostinn Hvalárvirkjun sem var samþykktur í nýtingu í rammaáætlun nr. 2.

 Vegna erindis ÓFEIGAR náttúruverndar hefur verkefnisstjórn rammaáætlunar fengið minnisblað frá Áslaugu Árnadóttur hrl um endurmat á grundvelli 3.mgr. 9.gr. laga nr 48/2011. Í álitinu er bent á óvissu varðandi heimild verkefnisstjórnar til endurmats, en ekki komist að lögfræðilegri niðurstöðu um það álitaefni. Ákveðið að leita eftir frekara lögfræðiáliti um heimild verkefnisstjórnarinnar til endurmats á virkjunarkostum sem áður hafa verið metnir og settir í verndar- eða nýtingarflokk í þingsályktunartillögu um rammaáætlun sem Alþingi hefur samþykkt.

 Formanni falið að óska álits lögfræðinga umhverfis- og auðlindaráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á erindinu áður en lengra er haldið.

GP ritaði fundargerð