32. fundur, 28.05.2019

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

31. fundur 28.05.2019 kl. 09:00-10:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu


Mætt: Elín R. Líndal (ERL) (á fjarfundi), Guðrún Pétursdóttir (GP) formaður, Helgi Jóhannesson (HJ), Magnús Guðmundsson (MG), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) (á fjarfundi).

Boðuð forföll: Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS)


 1. Rannsóknir á hagrænum áhrifum virkjana: 
  • Framhald umræðna frá 30. fundi vstj um nálgun faghóps 4 á rannsóknum á hagrænum áhrifum virkjana. 
  • Verkefnisstjórn hefur áhyggjur af því að þær aðferðir sem kynntar hafa verið henti ekki verkefni rammaáætlunar sem felst í að bera saman marga virkjanakosti og raða þeim í fýsileikaröð. Þær aðferðir sem kynntar voru á síðasta fundi eru óhjákvæmilega tímafrekar og kostnaðarsamar, auk þess sem þær byggja á gögnum sem aðrir faghópar þurfa að afla. Þannig þurfa þær að fara fram þegar öðrum rannsóknum er lokið. Slíkt væri illmögulegt innan núverandi tímaramma RÁ. 
  • Hagrænt mat af slíku tagi ætti mögulega mun betur heima síðar í ferlinu, t.d. samhliða umhverfismati. Hins vegar er brýnt að hagræn áhrif virkjanakosta séu metin í rammáætlun. 
  • Niðurstaða: Formanni falið að ræða við Faghóp 4 um hvaða leiðir til hagræns mats eru mögulegar miðað við tíma- og fjárhagsgetu rammaáætlunar. 
 2. Rannsóknaráætlun faghóps 1 sumar/haust 2019: 
  • Rannsóknaráætlun faghóps 1 hafði verið send út, en ekki formlega samþykkt. 
  •  Verkefni Áætlaður kostnaður, þús. kr. Umsjón Tengiliður í faghópi 1 
    VíðerniA) Kortlagning óbyggðra víðerna á miðhálendinu Allt að 2010 Þorvarður Árnason og David C. Ostman, í samráði við Skipulagsstofnun ÞÁ 
    Menningar-minjarB) Heildræn skráning á fornum ferðaleiðum á miðhálendinu  2820Ragnheiður Gló Gylfadóttir, fornleifafræðingur SUP 
    Landslag og víðerniC) Mat á áhrifum vindorkuvera á landslag og víðerni Allt að 7000 Þorvarður Árnason í samráði við Skipulagsstofnun ÞÁ 
   Lífverur D) Fullnaðarúrvinnsla á tiltækum gögnum um lífríki í vistkerfum straumvatna, stöðuvatna og tjarna 2916 Jón S. Ólafsson o.fl. JSÓ 
  • Vantað hafði lýsingu á verkþætti um mat á áhrifum vindorkuvera á landslag og víðerni. Nú hefur sú lýsing borist. 
  • Niðurstaða: Verkefnisstjórn samþykkir rannsóknaráætlun Faghóps 1 að öðru leyti en því að verkefni um áhrif vindorkuvera á landslag og víðerni verður afgreitt milli funda. 
 3. Rannsóknaráætlun faghóps 2 sumar/haust 2019: Faghópur 2 leggur til að unnið verði að tveimur verkefnum: 
  1. Áhrifasvæði virkjana. Sú gagnrýni hefur komið fram að áhrifasvæði virkjana hafi verið skilgreind of stór af faghópi 2 í 3. áfanga Rammaáætlunar. Í þessu verkefni verður leitast við að greina hvernig ferðaþjónustuaðilar meta áhrifasvæði virkjana á ferðamennsku og útivist. Kostnaður áætlaður 10,2 milljónir kr.
  2. Ferðaþjónustan hefur ekki sett fram óskir eða tillögur um hvernig atvinnugreinin telur að hálendið muni nýtast best fyrir ferðamennsku og útivist á Íslandi. Samkeppni á milli ferðamannastaða í heiminum vex hratt og spáð er að hún verði enn harðari í framtíðinni. Í ljósi þess er mikilvægara en nokkru sinni að vera meðvitaður um markhópa áfangastaða og væntingar þeirra. Kostnaður áætlaður 6.3 milljónir kr. 
  • Niðurstaða: Samþykkt að farið verði í verkefni #1 rannsóknir á áhrifasvæðum virkjana, og jafnframt safnað gögnum sem nýst geta í verkefni # 2, en ákvörðun um frekari vinnu við það bíði þar til í lok sumars þegar verkefna- og fjárhagsstaða RÁ4 liggur fyrir.
 4. Viðbrögð Orkustofnunar við svari verkefnisstjórnar: Þann 16. apríl 2019 hafði formaður svarað fyrirspurn Orkustofnunar um það hvort vstj myndi meta nýja orkukosti ef Orkustofnun sendi henni þá. Í samráði við UAR var því svarað játandi, enda ekkert í lögum sem mælir gegn því. Þann 21. maí 2019 barst nýtt bréf frá Orkustofnun, sem innt er eftir því hvað við sé átt með “nýjum orkukostum”. 
  • Niðurstaða: Formanni falið að svara erindi OS í samráði við UAR.  
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.10:30

MG/GP