28. fundur, 20.03.2019
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 4.áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
28. fundur 20.03.2019 14:00-17:00
Fundur með formönnum faghópa
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Elín R. Líndal (ERL), Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS), Guðrún Pétursdóttir (GP) formaður, Helgi Jóhannesson (HJ), Herdís Helga Schopka (HHS) og Magnús Guðmundsson (MG). Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD, á fjarfundi).
Forföll: Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ)
Gestir:
Frá faghópum, sátu allan fundinn: Ása L. Aradóttir (ÁLA, á fjarfundi), Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Jón Ásgeir Kalmansson (JÁK) og Þorvarður Árnason (ÞÁ, á fjarfundi).
Aðrir: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skipulagsstjóri (ÁHT) (kl. 14:15-15:00) og Brynhildur Davíðsdóttir prófessor (BD) (kl. 15:00-16:15).
- Fundur settur kl. 14:00.
- Starf að
málefnum vindorku innan Skipulagsstofnunar, í tengslum við endurskoðun á
landsskipulagsstefnu. ÁHT kynnti vinnu sem er í gangi við gerð viðauka við
landsskipulagsstefnu. Hér verður hlekkur
á kynningu ÁHT.
- Nú þegar er talað um landslag og vindorku í gildandi landsskipulagsstefnu, t.d. í því samhengi að staðinn sé vörður um langslag miðhálendisins, að sérkennum og náttúrugæðum miðhálendisins sé viðhaldið o.s.frv.
- Skipulagsstofnun var falið að flétta inn í gildandi landskipulagsstefnu nýjum viðfangsefnum um lýðheilsu, landslag, og loftslag.
- Skipulagsstofnun hefur mikinn hug á samvinnu við
verkefnisstjórn RÁ4 um undirbúning ákvarðana um staðsetningu vindorkuvera hér á
landi. Í sumar er ætlunin að vinna að tvenns konar verkefnum, sem RÁ4 er boðin
aðild að:
- Rýni á því hvernig sambærilegar nágrannaþjóðir okkar standa að slíkum ákvörðunum, einkum Skotar og Norðmenn, en einnig mögulega aðrir eins og Kanadamenn. Notuð verður aðkeypt ráðgjöf.
- Skipulagsstofnun vinnur, í samráði og samstarfi við ýmsa aðila, að landslagsflokkun fyrir Ísland. Óskað er eftir samstarfi við verkefnisstjórn.
- Umræður sköpuðust um mögulegt samstarf og samlegðaráhrif rannsókna og GP falið að semja við Skipulagsstofnun um aðkomu RÁ4 að þessum verkefnum.
- Hagrænt mat á virkjunarkostum: BD kynnti aðferðir til að meta hagræn áhrif virkjana. Hún leggur til að sett verði upp skapalón fyrir slíkt mat á virkjanakostum. Slík frumgerð er tímafrek og kostnaðarsöm en flýtir síðan mjög fyrir mati á virkjanakostum. BD hefur rætt þetta við umhverfishagfræðinga hjá Hagfræðistofnun HÍ sem eru tilbúnir til að aðstoða við frumgerðina. GP falið að hafa samband við forstöðumann Hagfræðistofnunar, Sigurð Jóhannesson, um að gera verkefnis- og kostnaðaráætlun, sem síðan verður borin undir verkefnisstjórn. Hlekkur á kynningu BD
- Rannsóknafyrirætlanir
faghópa árið 2019: Þar sem RÁ4 hafa ekki borist virkjanakostir til
umfjöllunar er tíminn notaður til að endurbæta aðferðir faghópanna og búa í
haginn fyrir mat á virkjunarkostum í framtíðinni. Brýnt er að nota sumrin til
vettvangsrannsókna, og þess vegna hefur verkefnisstjórn beðið faghópana um að
setja fram tillögur að rannsóknarverkefnum næstu mánaða.
- ÁLA kynnti tillögur faghóps 1 um rannsóknir á árinu
- ADS kynnti tillögur faghóps 2 um rannsóknir á árinu
- JÁK staðfesti að rannsóknir faghóps 3 á áhrifum virkjana í Þingeyjarsýslum eru þegar hafnar.
- Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.
HHS ritaði fundargerð.