28. fundur, 20.03.2019

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4.áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

28. fundur 20.03.2019 14:00-17:00

Fundur með formönnum faghópa

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Elín R. Líndal (ERL), Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS), Guðrún Pétursdóttir (GP) formaður, Helgi Jóhannesson (HJ), Herdís Helga Schopka (HHS) og Magnús Guðmundsson (MG). Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD, á fjarfundi).

Forföll: Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ)

Gestir:

Frá faghópum, sátu allan fundinn: Ása L. Aradóttir (ÁLA, á fjarfundi), Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Jón Ásgeir Kalmansson (JÁK) og Þorvarður Árnason (ÞÁ, á fjarfundi).

Aðrir: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skipulagsstjóri (ÁHT) (kl. 14:15-15:00) og Brynhildur Davíðsdóttir prófessor (BD) (kl. 15:00-16:15).

  1. Fundur settur kl. 14:00.
  2. Starf að málefnum vindorku innan Skipulagsstofnunar, í tengslum við endurskoðun á landsskipulagsstefnu. ÁHT kynnti vinnu sem er í gangi við gerð viðauka við landsskipulagsstefnu. Hér verður hlekkur á kynningu ÁHT.
    1. Nú þegar er talað um landslag og vindorku í gildandi landsskipulagsstefnu, t.d. í því samhengi að staðinn sé vörður um langslag miðhálendisins, að sérkennum og náttúrugæðum miðhálendisins sé viðhaldið o.s.frv.
    2. Skipulagsstofnun var falið að flétta inn í gildandi landskipulagsstefnu nýjum viðfangsefnum um lýðheilsu, landslag, og loftslag. 
    3. Skipulagsstofnun hefur mikinn hug á samvinnu við verkefnisstjórn RÁ4 um undirbúning ákvarðana um staðsetningu vindorkuvera hér á landi. Í sumar er ætlunin að vinna að tvenns konar verkefnum, sem RÁ4 er boðin aðild að:
      1. Rýni á því hvernig sambærilegar nágrannaþjóðir okkar standa að slíkum ákvörðunum, einkum Skotar og Norðmenn, en einnig mögulega aðrir eins og Kanadamenn. Notuð verður aðkeypt ráðgjöf.
      2. Skipulagsstofnun vinnur, í samráði og samstarfi við ýmsa aðila, að landslagsflokkun fyrir Ísland. Óskað er eftir samstarfi við verkefnisstjórn. 
    4. Umræður sköpuðust um mögulegt samstarf og samlegðaráhrif rannsókna og GP falið að semja við Skipulagsstofnun um aðkomu RÁ4 að þessum verkefnum.
  3. Hagrænt mat á virkjunarkostum: BD kynnti aðferðir til að meta hagræn áhrif virkjana. Hún leggur til að sett verði upp skapalón fyrir slíkt mat á virkjanakostum. Slík frumgerð er tímafrek og kostnaðarsöm en flýtir síðan mjög fyrir mati á virkjanakostum. BD hefur rætt þetta við umhverfishagfræðinga hjá Hagfræðistofnun HÍ sem eru tilbúnir til að aðstoða við frumgerðina. GP falið að hafa samband við forstöðumann Hagfræðistofnunar, Sigurð Jóhannesson, um að gera verkefnis- og kostnaðaráætlun, sem síðan verður borin undir verkefnisstjórn. Hlekkur á kynningu BD
  4. Rannsóknafyrirætlanir faghópa árið 2019: Þar sem RÁ4 hafa ekki borist virkjanakostir til umfjöllunar er tíminn notaður til að endurbæta aðferðir faghópanna og búa í haginn fyrir mat á virkjunarkostum í framtíðinni. Brýnt er að nota sumrin til vettvangsrannsókna, og þess vegna hefur verkefnisstjórn beðið faghópana um að setja fram tillögur að rannsóknarverkefnum næstu mánaða.
    • ÁLA kynnti tillögur faghóps 1 um rannsóknir á árinu
    • ADS kynnti tillögur faghóps 2 um rannsóknir á árinu
    • JÁK staðfesti að rannsóknir faghóps 3 á áhrifum virkjana í Þingeyjarsýslum eru þegar hafnar.
  5. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.

HHS ritaði fundargerð.