27. fundur verkefnisstjórnar, 18.02.2019

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4.áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

27. fundur 18.02.2019 10:00-12:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu


Mætt: Elín R. Líndal (ERL), Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS), Guðrún Pétursdóttir (GP) formaður, Helgi Jóhannesson (HJ), Herdís Helga Schopka (HHS), Magnús Guðmundsson (MG), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

Gestir: Halldór Björnsson (HB) frá Veðurstofu Íslands, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir (ÁHT) og Ester Anna Ármannsdóttir frá Skipulagsstofnun. Gestirnir sátu fundinn frá kl. 10:30.

 1. Fundur settur kl. 10:00.
 2. Starf innan UAR að málefnum vindorku. HHS fór yfir það starf sem er í gangi innan ráðuneytisins. Umræður.
 3. Vindorkuauðlindin á Íslandi og atriði því tengd - kynning HB: 
  1. Eðlisfræði vindorku, hönnun vindmylla.
  2. Kortlagning vindorkuauðlindarinnar á Íslandi. Miklu meiri vindhraði á hálendinu en líka miklu meiri ísingarhætta. Aflþéttni: allt yfir 1000 Wm-2 talið gott.
  3. Mörg atriði önnur en aflþéttni og önnur tæknileg atriði tengd vindinum skipta máli varðandi staðarval fyrir vindorkuver, t.d. ísingarhætta, fuglabyggðir, röskun á byggð o.s.frv.
  4. Í tengslum við virkjun vindorku er vert að hafa í huga að um 80% orkuframleiðslu á Íslandi er orka unnin á jöfnum afköstum og seld til stórnotenda. Einungis 20% framleiðslunnar eru þess eðlis að eftirspurn sveiflast. Vindorka er eðli máls samkvæmt ekki stöðug og því ekki hentug til að mæta slíkum þörfum, heldur nýtist best í sveiflukenndri eftirspurn þegar annar orkugjafi getur komið inn á móti henni. Þetta þýðir að fyrir innlendan markað er takmarkað pláss fyrir vindorku við núverandi aðstæður, en gæti breyst með sæstreng, ef sú orka væri samkeppnishæf.
  5. Vindatlas VÍ (vindatlas.vedur.is) kynntur.
 4. Loftslag, landslag, lýðheilsa  kynning ÁHT um landsskipulagsstefnu 2015-2026 og tengsl hennar við rammaáætlun og vindorku:
  1. Umhverfis- og auðlindaráðherra fól Skipulagsstofnun að vinna að viðbót við gildandi stefnu, þar sem sérstök áhersla yrði lögð á ofangreindu L-in þrjú.
  2. Skipulagsstofnun lítur einna helst til Skotlands um fyrirmyndir að stefnu um virkjun vindorku, þótt einnig sé litið til annarra landa. Í Skotlandi er framsækin stefna í skipulagsmálum og ákveðin líkindi samfélags- og landfræðilega. Þó þarf að muna við yfirfærslu skipulagstóla á milli landa að samhengið er aldrei alveg það sama milli landa. Löggjöf og stjórntæki í skipulagsmálum eru ólík milli landa, þarfir eru ólíkar, t.d. er þörf á orkuskiptum ekki sú sama á Íslandi og víða annars staðar.
  3. Stefna um vindorku í Skotlandi er sett fram í Scottish Planning Policy (2014). Spatial Frameworks mikilvægur þáttur stefnunnar en þar er land flokkað í rautt, gult og grænt m.t.t. uppbyggingar vindorku.
  4. Áætlun um vinnuna framundan kynnt, þ.m.t. víðtækt samráð bæði sértækt og almennt. Umræður um starfið framundan. Mikill vilji er til góðs samstarfs Skipulagsstofnunar og verkefnisstjórnar og faghópa RÁ4, og verða drög að því unnin á næstunni.
 5. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:05.

HHS ritaði fundargerð.