24. fundur verkefnisstjórnar, 19.12.2018

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4.áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

24. fundur 19.12.2018 09:30-11:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu


Mætt: Elín R. Líndal (ERL), Guðrún Pétursdóttir (GP) formaður, Helgi Jóhannesson (HJ), Herdís Helga Schopka (HHS), Magnús Guðmundsson (MG), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

Forföll: Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir.

 

  1. Fundur settur kl. 09:30.
  2. Fundargerð fundar verkefnisstjórnar með faghópum um ábendingar haghafa á fundum faghópa og verkefnisstjórnar með haghöfum í október og nóvember. Drög að fundargerð fyrir þennan langa og efnismikla fund, sem haldinn var 19. nóvember, voru rædd og fullunnin eins og unnt var. Eftir fundinn bíða drögin samþykktar formanna faghópa.
  3. Opin umræða um stöðu rammaáætlunar og framhald vinnunnar.
  4. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:30.


HHS ritaði fundargerð.