21. fundur verkefnisstjórnar, 22.06.2018
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 4.áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
21. fundur 22.06.2018 09:00-12:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Elín R. Líndal (ERL), Guðrún Pétursdóttir (GP), Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS), Helgi Jóhannesson (HJ) og Herdís Helga Schopka (HHS). Magnús Guðmundsson (MG) og Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) voru með símleiðis.
Forföll: Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).
Gestir: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Ása L. Aradóttir (ÁLA) og Jón Ásgeir Kalmansson (JÁK) sátu fundinn.
- Fundur settur kl. 09:00.
- Forgangsröðun Orkustofnunar á virkjanakostum. Orkustofnun hefur sent verkefnisstjórn minnisblað með forgangsröðun stofnunarinnar á virkjanakostum úr 2. og 3. áfanga rammaáætlunar. Meðal þeirra eru kostir sem þegar hafa verið afgreiddir í verndarflokk af Alþingi og vandséð hvers vegna þeir eru taldir fram. Ekki er ljóst hvort verkefnisstjórn er heimilt að hefja rannsóknir á virkjanakostum sem RÁ3 flokkaði í biðflokk, eða hvort það á aðeins við um virkjanakosti í biðflokki skv gildandi rammaáættlun (þ.e. RÁ 2). Enn er beðið svars ráðherra við bréfi verkefnisstjórnar frá 27. mars 2018. Það gerir verkefnisstjórn afar erfitt um vik og mótmælir hún þessum vinnuaðstæðum harðlega. HJ orðaði þann möguleika að verkefnastjórnin myndi hætta alfarið störfum að sinni og tilkynna viðkomandi ráðherrum að ekki væri hægt að halda verkefninu áfram meðan leiðbeiningar skorti um hvað verkefnastjórnin raunverulega má/á að gera. Með því móti væri e.t.v. hægt að þvinga út svör.
- Rannsóknir á virkjunarkostum sumarið 2018: Verkefnastjórn er sammála um nauðsyn þess að nota tímann sem best, þótt staðan sé óljós. Í ljósi þess var rætt hvaða virkjanakosti hægt er að rannsaka í sumar. Ákveðið að faghópur 2 ráðist strax í vinnu við undirbúning rannsókna á Hverfisfljóti. Faghópur 1 ráðist í vinnu við könnun á stöðu þekkingar vegna Hverfisfljóts, Hvítár í byggð og virkjanakosta á Norðausturlandi.
- Rannsóknir faghóps 1, grunnrannsóknir: ÁLA kynnti að faghópur 1 hefur hug á að vinna nokkrar nauðsynlegar rannsóknir, sem nýtast munu mörgum virkjanakostum og fleiri faghópum. Þær voru kynntar á tíma RÁ3 en ekki vannst tími til að ljúka þeim þá. Samþykkt að faghópur 1 setji fram verkefnalýsingar og fjárhagsáætlanir, sem bornar verða undir verkefnisstjórn. Áhersla lögð á samvinnu faghópa við undirbúning allra rannsókna.
- GP kallar eftir umboði verkefnisstjórnar til að ganga frá fjárhagsáætlunum vegna rannsóknarverkefna. Umboð veitt.
- MG upplýsti að hann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs tímabundið til 12 mánaða og verður á meðan í leyfi frá starfi sínu sem forstjóri Landmælinga.
- Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:50
HHS ritaði fundargerð.