8. fundur faghóps 3, 14.02.2019

Fundarfrásögn

Faghópur 3

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

8. fundur 14. febrúar 2019 kl. 10:00-12:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu


Mætt: Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Hjalti Jóhannesson var í netsambandi frá Akureyri.


  1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram.
  2. Rætt um ýmis atriði varðandi undirbúning rannsókna á Norð-Austur- og Norð-Vesturlandi. Fáist leyfi fyrir rannsóknunum er stefnt að því að þær fari fram dagana 25.-28. mars (eystra svæði) og 10.-12. apríl (vestara svæði).
  3. Verkum var skipt á faghópsfulltrúa.
  4. Næsti fundur ákveðinn þann 4. mars.
  5. Fundi slitið um kl. 12:00.