6. fundur faghóps 3, 11.01.2019

Fundarfrásögn

Faghópur 3

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

6. fundur 11. janúar 2019 kl. 10:00-12:00

Í húsnæði Menntavísindasviðs H.Í., Skipholti 37


Mætt: Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Hjalti Jóhannesson var í netsambandi frá Akureyri.


  1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram.
  2. Rætt um gögn er bárust frá Þjóðskrá í desember yfir fasteignamat orkumannvirkja á Íslandi. Ákveðið að óska eftir því við Þjóðskrá að gögnin verði unnin þannig að þau verði aðgengileg með myndrænum hætti.  
  3. Unnið að umsókn vegna rannsóknar á Norð-Austurlandi. Stefnt að því að drög að umsókn verði tilbúin að tæpum tveimur vikum liðnum. 
  4. Næsti fundur ákveðinn þann 23. janúar.
  5. Fundi slitið um kl. 12:00.