3. fundur faghóps 3, 02.11.2018

Fundarfrásögn

Faghópur 3

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

3. fundur 2. nóvember 2018 kl. 09:30 til 12:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

 

MættHjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Gestur: Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur sat fundinn kl. 10-11.


  1. Rætt um gagnaöflun faghópsins gagnvart Þjóðskrá, varðandi fasteignamat virkjunarmannvirkja, og Landsvirkjun varðandi greiðslur fyrirtækisins til sveitarfélaga og annarra vegna orkumannvirkja. Ákveðið að halda þessari vinnu áfram.

  2. Ákveðið að skilgreina nánar markmið og leiðir varðandi rannsóknir á samfélagslegum áhrifum orkumannvirkja í Þingeyjarsýslum.

  3. Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur kom á fundinn kl. 10-11 og fór yfir tekjur sveitarfélaga.

  4. Samráðsfundir með fulltrúum orkufyrirtækja þann 2. nóvember og náttúruverndarsamtökum þann 5. nóvember undirbúnir.

  5. Ákveðið að næsti fundur verði haldinn miðvikudaginn 21. nóvember kl. 13.

Að loknum fundi kl. 12:30 fór faghópurinn á fund með fulltrúum orkufyrirtækja, formanni verkefnisstjórnar rammaáætlunar og starfsmanni ráðuneytisins, sem stóð til kl 15:30. Sjá fundargerð hér.