26. fundur faghóps 3, 02.02.2021

Fundarfrásögn

26. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

2. febrúar 2021 kl. 10:00 – 11:40 

á samskiptamiðlinum Microsoft Teams.

Mætt: Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

  1. Rætt um álit faghópsins á skýrslu starfshóps um samspil vindorku og rammaáætlunar, og tillögur þess sama starfshóps um breytingar á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun. Tekin saman að minnsta kosti þrjú atriði sem faghópurinn vill koma á framfæri varðandi mat á samfélagslegum áhrifum vindorkukosta í þessu sambandi.

  1. Rætt um uppbyggingu og inntak skýrslu faghópsins um viðtöl sem hann hefur átt á undanförnum vikum við sveitarstjórnarfólk og hagaðila um fimm vindorkukosti í 4. áfanga rammaáætlunar.

  1. Rætt um lokaskýrslu faghópsins, sem ljúka mun skipunartíma sínum í lok mars. Ákveðið að funda að nýju þann 11. febrúar til að skipuleggja vinnuna hvað hana varðar.