24. fundur faghóps 3, 14.09.2020

Fundarfrásögn

24. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta

14. september 2020 kl. 15:00 – 16:30 

á samskiptamiðlinum Microsoft Teams

Mætt: Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

  1. Tekið til umfjöllunar minnisblað frá Hjalta Jóhannessyni þar sem farið er yfir fimm vindorkukosti sem verkefnisstjórn er sammála um að faghópar skoði á næstu vikum og mánuðum. Það eru: Alviðra, Garpsdalur, Hafið, Sólheimar og Vindheimar. Í minnisblaðinu er meðal annars stuttlega farið yfir reynslu af vindorku á Íslandi og helstu viðmið sem gefin hafa verið út hér á landi varðandi vindorkukosti og mat á þeim. Rætt var um tilhögun rannsókna faghópsins, einkum hvað varðar viðmælendur annars vegar og atriði sem þörf er á að kanna afstöðu viðmælenda til hins vegar. Ákveðið að fela Hjalta Jóhannessyni að gera drög að rannsóknaráætlun/verkbeiðni hvað þessar rannsóknir varðar.