22. fundur faghóps 3, 18.05.2020

Fundarfrásögn

22. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta

18. maí 2020 kl. 09:30 – 10:48 

á samskiptamiðlinum Microsoft Teams

Mætt: Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

  1. Rætt um þá virkjunarkosti sem kynntir voru verkefnisstjórn og faghópum 13. og 14. maí. Umræður um hvort og þá í hvaða tilfellum nægar upplýsingar um virkjunarkosti lægju fyrir og í hvaða tilfellum væri slíkur skortur á upplýsingum að erfitt væri að leggja mat á samfélagsleg áhrif.

  1. Ákveðið að halda áfram að vinna viðmælenda- og spurningalista vegna rannsókna á virkjunarkostum á þremur svæðum landsins: Vestfjörðum, Suð-Austurlandi og Suð-Vesturlandi.