21. fundur faghóps 3, 20.04.2020

Fundarfrásögn

21. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta

20. apríl 2020 kl. 10:00 – 12:00 

á samskiptamiðlinum Microsoft Teams

Mætt: Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

  1. Rætt um þær virkjunarhugmyndir sem Orkustofnun hefur sent til verkefnisstjórnar í febrúar og apríl og rannsóknir faghópsins í tengslum við þær á næstu mánuðum. Ákveðið að þróa áfram þær rannsóknaraðferðir sem faghópurinn beitti á Norðurlandi á síðasta ári. Unnin verði listi yfir mögulega viðmælendur í tengslum við mat á þeim vatnsafls- og jarðvarmakostum sem til umfjöllunar eru. Miðað er við að viðtölin fari fram á samskiptamiðlum á borð við Teams eða Zoom.

  1. Ákveðið að athuga með aðgengi faghópsins að upplýsingum um virkjunarkosti í 4. áfanga Rammaáætlunar.