19. fundur faghóps 3, 12.02.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 3

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

19. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta,

12. febrúar 2020 kl. 10:00 – 11:00 

í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Skuggasundi 1.


Mætt: Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

  1. Rætt um þá 12 virkjunarkosti sem borist hafa á borð verkefnisstjórnar og til umfjöllunar faghópa. Þar af einkum rætt um þá fimm kosti sem eru í vatnsafli og þann kost sem er í jarðhita.

  1. Rætt almennt um gögn, gagnaöflun og rannsóknir af hálfu faghóps 3 í tengslum við mat á samfélagslegum áhrifum viðkomandi virkjunarkosta. Nokkuð rætt um áhrif einstakra virkjunarkosta á raforkuöryggi og hvort mögulegt sé að taka tillit til þeirra í samfélagslegu mati.