11. fundur faghóps 3, 22.03.2019

Fundarfrásögn

Faghópur 3

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

11. fundur 22. mars 2019 kl. 10:00-10:45

Fundarherbergi Félagsvísindastofnunar, Gimli, Háskóla Íslands


Mætt: Hjalti Jóhannesson (í tölvusambandi frá Akureyri), Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir (í tölvusambandi frá Svíþjóð) og sjöfn Vilhelmsdóttir.


  1. Lokaundirbúningur fyrir rannsóknarferð í Suður-Þingeyjarsýslu 25.-27. mars. Farið yfir dagskrá; rýnihópafundi, fundi með sérfræðingum, skoðunarferðir í virkjanir á svæðinu, og annað. Einnig rætt um viðtalsramma. Þá var lauslega rætt um stöðuna á undirbúningi rannsókna í Austur-Húnavatnssýslu í apríl.
  2. Fundi slitið um kl. 10:45.