48. fundur faghóps 2, 29.03.2021

Fundarfrásögn

Faghópur 2

4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

48. fundur, 29.03 2021, kl. 14:00 – 15:00.

Haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðni Guðbergsson (GG), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR).

Einar Torfi Finnsson (ETF) og Guðmundur Jóhannesson (GJ) boðuðu forföll.

Margrét Wendt (MW) var gestur fundarins undir lið 1.

Fundarritari: ADS

Fundur settur kl. 14:00

  1. Sýn ferðaþjónustunnar á nýtingu miðhálendis Íslands. Fyrir fundinn höfðu drög að skýrslunni Sýn ferðaþjónustunnar á nýtingu miðhálendis Íslands verið send til faghópsins og SSJ sent inn nokkrar athugasemdir og leiðréttingar. MW kynnti efni skýrslunnar og í kjölfarið var efni hennar rætt. Faghópurinn fagnaði að tekist hefði að koma þessu rannsóknarverkefni í framkvæmd enda hefur hann óskað eftir að það væri unnið í mörg ár.

  1. Kveðjustund. Í ljósi þess að þetta var síðasti fundur faghópsins í 4. áfanga rammaáætlunar þökkuðu meðlimir faghópsins gott samstarf á undanförnum árum.

Fundi slitið kl. 15:00.