27. fundur faghóps 2, 12.11.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 2

4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

27. fundur, 12.11 2020, kl. 10:00 – 12:00.

Haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðni Guðbergsson (GG). Einar Torfi Finnsson (ETF), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Sveinn Runólfsson (SR) auk Guðmundar Jóhannessonar (GJ) sem vék af fundi kl. 11.

Fundarritari: ADS


Fundur settur kl. 10:00

  1. Skilgreining áhrifasvæða virkjana

Farið var yfir tillögur ETF um skilgreiningu á áhrifasvæðum virkjanahugmyndanna sem unnið er með í 4. áfanga RÁ og gerðar lítilsháttar breytingar.

  1. Verkefni fram undan:

ETF var falið að koma með tillögur um mat á þeim virkjunarkostum sem eru til stækkunar og eru til umfjöllunar í 4. áfanga RÁ.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið um kl. 12:00.