23. fundur faghóps 2, 18.06.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 2

4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

23. fundur, 18.06 2020, kl. 9:30 – 11:30.

Haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Guðmundur Jóhannesson (GJ), Guðni Guðbergsson (GG), Einar Torfi Finnsson (ETF), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR).

Anna G. Sverrisdóttir (AGS) boðaði forföll.

David Christopher Ostman (DCO) kortagerðarmaður RÁ4 var á fundinum.

Fundarritari: ADS


Fundur settur kl. 9:30

  1. Ný ferðasvæði

Farið var yfir lagfæringar ETF og DCO að ferðasvæðum á Norðurland vestra og þær ræddar. Gerðar voru nokkrar breytingar til viðbótar sem ETF og DCO munu laga og hafa ný kort tilbúin fyrir næsta fund. Einnig var farið yfir tillögur ETF að svæðisskiptingu fyrir Suðurland. Gerðar voru lítilsháttar breytingar sem ETF og DCO munu laga og hafa ný kort tilbúin fyrir næsta fund. Svæðisskipting á Austurlandi var jafnframt endurskoðuð og gerðar lítilsháttar breytingar sem SSJ mun sjá um að lagfæra í samvinnu við DCO.

  1. Endanlegur listi virkjunarkosta og tímalína frá verkefnisstjórn

Farið var yfir skeyti frá formanni verkefnisstjórar dagsett 11. júní 2020 þar sem fram kom að ósk um að faghóparnir tæku einnig til mats fjóra vindorkukosti. Áður höfðu faghópnum borist ósk frá verkefnisstjórninni um mat á sjö vatnsaflskostum. Í skeytinu kom jafnframt fram að tími sem faghópunum er gefinn nær fram í janúar 2021.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið um kl. 11:30