22. fundur faghóps 2, 03.06.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 2

4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

22. fundur, 03.06 2020, kl. 15:00 – 17:00.

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðmundur Jóhannesson (GJ), Guðni Guðbergsson (GG), Einar Torfi Finnsson (ETF), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR).

David Christopher Ostman kortagerðarmaður RÁ4 var á fundinum.

Fundarritari: ADS

Fundur settur kl. 13:00

  1. Ný ferðasvæði

Farið var yfir tillögur ETF að nýjum ferðasvæðum á Norðurland vestra og þær ræddar. Gerðar voru lítilsháttar breytingar sem David mun laga og hafa tilbúnar fyrir næsta fund. ETF mun móta tillögur fyrir Suðurland fyrir næsta fund faghópsins.

  1. Rannsóknarverkefni vegna fyrirhugaðra vatnsaflsvirkjana á Vestfjörðum og á Austurlandi

Farið var yfir minnisblað varðandi rannsóknir sem vantar á útivist og ferðamennsku á áhrifasvæðum virkjananna á Vestfjörðum og á Austurlandi og gerðar lítilsháttar breytingar.

  1. Endanlegur listi virkjunarkosta og tímalína

ADS var falið að óska eftir endanlegum lista frá verkefnisstjórn yfir þá virkjunarkosti sem faghópnum er ætlað að meta sem og tímalínu fyrir þann tíma sem eftir er í 4. áfanga rammaáætlunar.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið um kl. 17:00