20. fundur faghóps 2, 08.05.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 2

4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

20. fundur, 08.05 2020, kl. 13:00 – 15:20.

Haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðni Guðbergsson (GG), Einar Torfi Finnsson (ETF) og Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR).

David Christopher Ostman kortagerðarmaður RÁ4 var á fundinum, undir 1. dagskrárlið.

Guðmundur Jóhannesson (GJ) boðaði forföll.

Fundarritari: ADS

Fundur settur kl. 13:00

  1. Ný ferðasvæði

Farið var yfir athugasemdir sem höfðu borist um varðandi ný ferðasvæði á Norðaustur- og Austurlandi og þær samþykktar með minniháttar breytingum.

Farið var yfir tillögur ETF að nýjum ferðasvæðum á Suðvestur og Vesturlandi og þær ræddar. Gerðar voru lítilsháttar breytingar sem David mun laga og hafa tilbúnar fyrir næsta fund. ETF mun móta tillögur fyrir Vestfirði og Norðurland vestra fyrir næsta fund faghópsins.

  1. Rannsóknarverkefni sumarið 2020

ADS greindi frá að verkefnisstjórn RÁ hefði samþykkt tvö af þeim rannsóknarverkefnum sem faghópur 2 lagði til. Annars vegar er um að ræða fræðilega samantekt um áhrif vindorkuvera á búfé, hreindýr og hestatengda ferðamennsku og hins vegar fræðilega samantekt á áhrifum vindorkuvera á ferðamennsku og útivist.

  1. Kynningarfundir virkjunaraðila

ADS minnti á kynningarfundi virkjunaraðila sem haldnir verða kl. 15-17, 13. og 14. maí 2020.

  1. Vettvangsferð RÁ

Fyrirhuguð vettvangsferð 3.-5. júní 2020 hefur verið frestað fram í ágúst og verður væntanlega á tímabilinu 11.-14. ágúst 2020.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið um kl. 15:20