19. fundur faghóps 2, 20.04.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 2

4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

19. fundur, 20.04 2020, kl. 9:00 – 11:45.

Haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðmundur Jóhannesson (GJ), Guðni Guðbergsson (GG), Einar Torfi Finnsson (ETF) og Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR).

David Christopher Ostman kortagerðarmaður RÁ4 var einnig á fundinum.

Fundarritari: ADS

Fundur settur kl. 9:00

  1. Ný ferðasvæði

Farið var yfir hugmyndir SSJ að nýjum ferðasvæðum á Norðaustur- og Austurlandi og þær samþykktar með minniháttar breytingum. ETF kynnti tillögur sínar að nýjum ferðasvæðum á Suðausturlandi og þær ræddar. Hann mun kynna umræddar breytingar á þeim á næsta fundi og móta tillögur fyrir Vesturland fyrir næsta fund faghópsins.

  1. Mat á áhrifum stækkunar virkjana

ADS greindi frá skeyti frá formanni verkefnisstjórnar þess efnis hvort áform um stækkun nokkurra núverandi virkjana væru háðar mati á umhverfisáhrifum. Þær vangaveltur voru til komnar vegna 3. gr laga um verndar- og orkunýtingaráætlun þar sem kveðið er á um að Rammaáætlun taki aðeins til þeirra virkjunarkosta sem feli í sér matsskyldar framkvæmdir. Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum eru allar stækkanir á matsskyldum framkvæmdum eins og t.d. stækkun á vatnsaflsvirkjun um 10 MW eða meira, háðar mati á umhverfisáhrifum. Faghópurinn mun því meta áhrifin fyrir þær umsóknir sem bárust um stækkun.

  1. Staða gagnamála

DCO greindi frá fjarfundi sem hann átti með Orkustofnun varðandi stafræn gögn sem faghópar og verkefnisstjórn RÁ þurfa að hafa aðgang að.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið um kl. 11:45