17. fundur faghóps 2, 24.03.2020
Fundarfrásögn
Faghópur 2
4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
17. fundur, 24.03 2020, kl. 10:00 – 14:00.
Haldinn í netheimum
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðmundur Jóhannesson (GJ), Guðni Guðbergsson (GG), Einar Torfi Finnsson (ETF) og Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR).
David Ostman kortagerðarmaður RÁ4 var á fundinum undir 1. dagskrárlið.
Fundarritari: ADS
Fundur settur kl. 10:00
Ný ferðasvæði
Farið var yfir hugmyndir SSJ að nýjum ferðasvæðum á Norður- og Austurlandi og mun hún áfram þróa tillögur fyrir faghópinn fyrir næsta fund.
Farið yfir stöðu verkefna sem meðlimir faghópsins tóku að sér
GG: greindi frá mögulegum áhrifum þeirra hugmynda um vatnaflsvirkjanir sem hafa verið settar fram til umfjöllunar í 4. áfanga rammaáætlunar á veiðihlunnindi í ám og vötnum.
AGS: greindi frá samtölum sem hún átti við ferðaþjónustuaðila á Austurlandi varðandi áhrif þeirra hugmynda sem hafa verið settar fram til umfjöllunar í 4. áfanga rammaáætlunar á starfsemdi þeirra.
ÓÖH: greindi frá samskiptum sínum við útivistarsamtök í Noregi vegna áhrifa um vindorkuvera á útivist.
ADS: greindi frá heimsókn sinni til vísindamanna við Háskólann í Osló sem reru að vinna að rannsóknum á áhrifum vindorku á ferðamennsku sem og til landbúnaðarráðuneytisins þar sem fjallað er um áhrif vindorkuframleiðslu á útivist (sjá Østlandsforsknings Rapport nr. 14/2002 (12): http://webfileservice.nve.no/API/PublishedFiles/Download/201903419/2729541)
Umræða um óskir faghópsins um rannsóknir
Dagskrárlið frestað þar til allar virkjunarhugmyndir í 4. áfanga hafa verið lagðar fram.
Fleira ekki rætt. Fundi slitið um kl. 14:00