14. fundur faghóps 2, 12.08 2019

Fundarfrásögn

Faghópur 2

4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

14. fundur, 12.08 2019, kl. 16:00 – 18:00.

Haldinn í Öskju, Háskóla Íslands

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðmundur Jóhannesson (GJ), Guðni Guðbergsson (GG), Einar Torfi Finnsson (ETF), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR).

Fundarritari: ADS

  1. Fundur settur kl. 16:00
  2. Umræða um athugasemdir við aðferðafræði faghópsins
  3. ADS sagði frá fundi sem hún sat með formanni verkefnisstjórnar Rammaáætlunar og þeim athugasemdum sem formaðurinn gerði við skýrslu faghópsins (Viðbrögð vegna athugasemda haghafa við aðferðafræði faghóps 2). Farið var yfir athugasemdirnar og þær breytingar sem SSJ og ADS höfðu gert á skýrslunni fyrir fundinn. Þeim var jafnframt falið að halda áfram með þá vinnu.
  4. Fleira ekki rætt. Fundi slitið um kl. 17:55.