10 .fundur faghóps 2, 11.02.2019

Fundarfrásögn

Faghópur 2

4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

10. fundur, 11.02.2019, kl. 13:30 – 16:05.

Fundur faghóps 2 í Háskóla Íslands

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), og Sveinn Runólfsson (SR). Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Guðmundur Jóhannesson (GJ) voru viðstödd í fjarfundabúnaði.

Vilborg Júlíusdóttir hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar og Pálmar Þorsteinsson hagfræðingur á Hagstofu Íslands sátu fundinn undir 1. lið.

Fundarritari: ADS

 1. Fundur settur kl. 13:30.
 2. Vægi ferðaþjónustu, beitar og veiði í lokaniðurstöður faghópsins:  
  • Á fundum með hagaðilum sem haldnir voru í október og nóvember 2018 kom fram athugasemdir varðandi vægi viðfangsefna í lokaröðun faghóps 2 en í 2. og 3. áfanga hafði faghópurinn stuðst við hlut viðfangsefnanna í landsframleiðslu. Í 3. áfanga vó ferðaþjónusta og útivist 89,74%, veiðar í ám og vötnum 6,41% og beitarhlunnindi 3,85%.
  • Vilborg Júlíusdóttir hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar og Pálmar Þorsteinsson hagfræðingur á Hagstofu Íslands voru boðuð á fundinn til að ræða málið. Mat þeirra var að ef ætlunin er að leggja mat á efnahagslegt mikilvægi viðfanganna sé sú aðferð sem faghópurinn hefur beitt til þessa best enda eina aðferðin sem mælir verðmætasköpun sem verður af atvinnugreinunum. Auk þess væri hún alþjóðlega viðurkennd og stöðluð þ.a. mælingar væru sambærilegar á milli tímabila og landa. Niðurstaðan var að landsframleiðsla fagnar viðfangsefnið best og mun faghópurinn því áfram notað þá aðferð við lokaröðun viðfangsefna faghóps 2. Sambærileg gögn eru ekki til fyrir einstaka landshluta og því ekki hægt að meta vægi greinanna á mismunandi hátt eftir svæðum.
 3. Umræða um athugasemdir við aðferðafræði faghópsins: 
  • SSJ hélt áfram að fara með hópnum yfir tillögur sem hún og ADS eru að vinna um viðbrögð við athugasemdum við aðferðafræði faghópsins. 
  • Ákveðið var að í ljósi þess hversu útivist er ört vaxandi á Íslandi og er orðinn stór hluti af lífsstíl margra íbúa að greina betur á milli ferðaþjónustu og útivistar í mati á áhrifum virkjana og meta mikilvægi svæða fyrir útivist íbúa sem sérstakt viðfang. Í ljósi þess var ákveðið að breyta vogtölum viðfanga lítillega:   
  1. Upplifun 0,310 í stað 0,330
  2. Afþreyingarmöguleikar 0,310 í stað 0,340
  3. Notkun 0,380 í stað 0,330.
   1. Innviðir 0,030 - óbreytt
   2. Fjarlægð frá markaði 0,1 - óbreytt
   3. Fjöldi notenda 0,1 – óbreytt (nota hér orðið notendur í stað ferðamenn)
   4. Ferðaþjónusta 0,1 - óbreytt
   5. Útivist 0,05 – viðbót   
  • Samþykkt að þær SSJ og ADS myndu halda áfram að vinna í skjalinu. SR og GG tóku jafnframt að sér að fjalla um þá gagnrýni sem kom fram á fundum með hagaðilum varðandi beit og veiði. 
 4. Fleira ekki rætt. 
Fundi slitið um kl. 16:05.