3. fundur faghóps 1, 08.10.2018

Fundarfrásögn

Faghópur 1 

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

3. fundur 8. október 2018 kl. 10-11

Fjarfundur (Zoom)

 

Mætt: Ása L. Aradóttir (ÁLA), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pétursdóttir (SUP), Tómas G. Gunnarsson (TGG) og Þorvarður Árnason (ÞÁ).

Fundarritari: ÁLA

 

 1. Upplegg samráðsfunda faghóps 1 með fulltrúum hagsmunaaðila á næstu vikum:  
  1. 15. október með fulltrúum frá Landsvirkjun, Orku náttúrunnar, HS Orku og Samorku
  2. 5. nóvember með fulltrúum frá Náttúruverndarsamtökum Íslands og Landvernd

   Aðalefni fundanna er samráð um aðferðafræði rammaáætlunar og þróun hennar. Faghópurinn innleiðir þá umræðu með stuttri kynningu um aðferðafræðina almennt (formaður) og einstök viðföng (sérfræðingar á hverju sviði). Formaður sendir glærupakka á faghópinn fyrir fundinn. Ekki er ljóst hvaða virkjunarkostir verða skoðaðir í 4. áfanga þar sem tillaga verkefnisstjórnar 3. áfanga hefur ekki verið afgreidd af Alþingi. GP leggur áherslu á að tækið rammaáætlun og trúverðugleiki þess verði styrkt. Við umræður kom fram áhugi á að nota tímann meðan á óvissunni stendur til að styrkja aðferðafræðina enn frekar. Þá var talað um að halda áfram vinnu úr RÁ-3 við að rannsaka frekar áhrif virkjana. ÁLA bendir á nýlega skýrslu um Hellisheiðarvirkjun – sendir á faghóp og aðra fundarmenn. 
 2. Næstu skref í rannsóknum: Rætt stuttlega um rannsóknir og aðra vinnu sem nýtist til að styrkja aðferðafræði faghósins. Verður tekið upp á sérstökum vinnufundum síðar í haust og vetur.

 3. Aðgangur að landfræðilegum gögnum og tækniaðstoð við úrvinnslu á þeim: ÞÁ benti í þessu sambandi á kortagrunn sem útbúinn hafi verið fyrir nefnd um skipulag þjóðgarðs á Miðhálendinu og gæti væri mjög gagnlegur fyrir faghópinn.

  Aðgangur að sérfræðingum á sviði GIS vinnslu er mjög mikilvægur fyrir vinnu faghópsins, sérstaklega á síðari stigum þegar farið er að vinna með gögn um einstaka virkjanakosti. Rætt var um mögulegar lausnir á því og formanni falið að taka það mál upp við tengilið í ráðuneyti.