28. fundur faghóps 1, 30.10.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 1 

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

28. fundur, 30. október 2020 kl. 13:30-15:40

Fjarfundur á Teams

FUNDARGERÐ

Mætt úr faghópi: Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KS), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Þorvarður Árnason (ÞÁ) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð.

Aðrir: David C. Ostman (DCO), starfsmaður faghóps

Fundarfrásögn

  1. Fundargerð 27. fundar samþykkt óbreytt. 
  2. Farið var yfir stöðu myndgagna sem aflað hefur verið fyrir faghóp 1, einkum í sumar og haust. Um er að ræða mikið gagnamagn sem æskilegt er að hýsa á einum stað, helst á vegum UAR. ÁLA falið að fylgja málinu eftir við ráðuneytið. 
  3. Afmörkun matssvæða fyrir virkjanahugmyndir í vatnsafli og jarðvarma liggur nokkurn vegin fyrir. ÞÁ og DCO kynntu frumniðurstöður greininga á mismunandi sviðsmyndum varðandi afmörkun matssvæða fyrir virkjanahugmyndir í vindorku, sem voru ræddar ítarlega í kjölfarið. Niðurstaðan verður mögulega stefnumarkandi fyrir síðari áfanga RÁ og því mikilvægt að hún byggi á vandaðri greiningu. Ákveðið að halda umræðunni áfram á næsta fundi faghópsins.  
  4. Faghópurinn fór yfir stöðu gagna varðandi einstök viðföng fyrir þá 13 virkjunarkosti sem fjallað var um á fundi verkefnisstjórnar og faghópa 13. október. Með þeim gögnum sem safnað hefur verið í sumar og haust ætti að vera hægt að meta alla virkjunarkostina. Hins vegar á eftir að leggja gögnin fyrir lögbundna umsagnaraðila (sjá næsta lið).
  5. Taka þarf saman ítarlega heimildalista fyrir hvern virkjunarkost sem er til umfjöllunar og senda ásamt kortum af matssvæði til lögbundinna umsagnaraðila. Þessu verkefni þarf að ljúka á næstu vikum til að umsagnirnar liggi fyrir áður en matsvinnan hefst fyrir alvöru.

Fleira var ekki tekið fyrir og næsti fundur ákveðinn 13. nóv.