27. fundur faghóps 1, 12.10.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 1 

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

27. fundur, 12. október 2020 kl. 14:30-16:00

Fjarfundur á Teams

FUNDARGERÐ

Mætt úr faghópi: Jón S. Ólafsson, Kristján Jónasson, Sólborg Una Pálsdóttir, Tómas Grétar Gunnarsson (hluta tímans) og Ása L. Aradóttir er ritaði fundargerð.

Þorvarður Árnason kom inn í lok fundarins.

Fundarfrásögn  

  1. Farið yfir stöðu verkefna og gagna og samræmd kynning á sameiginlegum fundi stjórnar og faghópa 13. október.   
  2. Rætt um afmörkun matssvæða. Er langt komið fyrir virkjunarkosti í vatnsafli en þarf að fara betur yfir möguleg álitamál. Eftir að ganga frá afmörkun virkjunarkosta í vindorku en búið að vinna talsverða undirbúningsvinnu. Þetta verður meginviðfangsefni næsta fundar faghópsins, sem áætlaður er eftir ca. tvær vikur.