23. fundur faghóps 1, 16.06.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 1 

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

23. fundur, 16. júní 2020 kl. 9:30-11:00

Fjarfundur á Teams

FUNDARGERÐ

Mætt úr faghópi: Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð.
Þorvarður Árnason boðaði forföll.

Aðrir: David C. Ostman (DCO), starfsmaður faghóps.


Dagskrá: 

  1. Fundargerðir o.fl.   ÁLA minnti á samþykktir fundargerða og bað meðlimi faghópsins um að uppfæra eftir þörfum skrá með upplýsingum um skýrslur og aðrar afurðir verkefna á vegum faghópsins, sem vistuð á Teams.  
  2. Drög að tímalínu Rædd voru drög að tímalínu frá verkefnisstjórn. Matsvinnan sjálf er þess eðlis að skilvirkast er að vinna hana í samfellu. Þá er óæskilegt að raða mjög fáum virkjunarkostum í einu og því hefur komið til tals að raða þeim kostum sem nú eru til umfjöllunar inn í ramma frá fyrri áföngum (RÁ3). Það er hins vegar talsverð vinna fyrir faghópinn að setja sig nægjanlega vel inn í þá matsvinnu til að geta raðað þeim virkjunarkostum sem nú liggja fyrir þar inn í. Því líst faghópnum illa á að raða virkjunarkostum í tvennu lagi. Mögulega væri hægt að gera undantekningar á þessu í þeim tilvikum þar sem ekki er um að ræða nýjar virkjanir, heldur stækkanir á eldri virkjunum sem hafa í för með sér óverulegar breytingar á mannvirkjum og náttúrufari. Vegna annarra skuldbindinga faghópsmanna og sumarfría er þó ekki raunhæft að ljúka mati á þeim fyrr en í september.  
  3. Vettvangsvinna sumarsins  Ræddar áfram hugmyndir og áætlanir um að vettvangsvinnu sumarsins og möguleika á að safna myndefni er gæti nýst fyrir flest viðföng faghópsins—en einnig verkefnisstjórn og öðrum faghópum. SUP, KJ og JSÓ vinni þessa þætti áfram og verði í samráði við DCO, sem gæti haldið utan um myndgögn fyrir faghópana ef af verður. Til að hægt sé að ná þessu í sumar þurfa áætlanir um vettvangsvinnu liggji fyrir sem fyrst — ekki síðar en í 26. viku.  
  4. Minnt var á vettvangsferð verkefnisstjórnar og faghópa 11.-12. ágúst um Suður og Vesturland.