22. fundur faghóps 1, 26.05.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 1 

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

22. fundur, 26. maí 2020 kl. 13-14:10

Fjarfundur á Teams

FUNDARGERÐ

Mætt úr faghópi: Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð. 

Tómas Grétar Gunnarsson (TGG) og Þorvarður Árnason (ÞÁ) boðuðu forföll.

Aðrir: David C. Ostman (DCO), starfsmaður faghóps.


Meginefni fundarins var að ræða möguleika á öflun viðbótargagna vegna mats á verðmætum og áhrifum fyrir virkjunarkosti sem kynntir voru fyrir verkefnisstjórn og faghópum 13. og 14. maí sl.

Lögð var áhersla á viðföng jarðminjar og vatnafar, lífverur (vatnadýr og plöntur), vistkerfi og jarðveg og menningarminjar. Farið var yfir stöðu gagna fyrir einstök svæði og áætlað gróft umfang viðbótarrannsókna/vettvangsferða til að afla lágmarksgagna fyrir þau svæði sem verst standa hvað varðar gögn. Einnig voru ræddir möguleikar á samnýtingu gagna, t.d. mynda, fyrir mismunandi viðföng.

Ákveðið var að kynna stöðuna fyrir formanni verkefnisstjórnar áður en lögð væri vinna í gerð nákvæmari kostnaðaráætlana. Það var gert eftir fundinn og í kjölfarið voru KJ, JSÓ og SUP beðin um að koma gerð kostnaðaráætlana fyrir viðföng jarðminjar, vatnadýr og menningarminja í farveg.