21. fundur faghóps 1, 15.05.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 1 

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

21. fundur, 15. maí 2020 kl. 11-12

Fjarfundur á Teams

FUNDARGERÐ

Mætt úr faghópi: Jón S. Ólafsson (JSÓ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð. 

Kristján Jónasson (KJ) og Þorvarður Árnason (ÞÁ) boðuðu forföll.

Aðrir: David C. Ostman (DCO), starfsmaður faghóps.

Dagskrá:

 1. Staða gagna varðandi einstök viðföng 
  • Sérfræðingar fóru yfir stöðu gagna fyrir einstök viðföng og möguleika á að meta verðmæti landssvæða og áhrif virkjana fyrir þá virkjunarkosti sem kynntir voru fyrir faghópum og verkefnisstjórn 13. og 14. maí sl. Ekki var þó hægt að fjalla um viðföng er falla undir jarðminjar og vatnafar eða landslag og víðerni vegna fjarveru KJ og ÞÁ, en DCO fór stuttlega yfir þau gögn sem notuð eru fyrir það síðarnefnda. Einnig var rætt um hvort og á hvern hátt væri hægt að taka á málum þar sem staða gagna eða annarra upplýsinga er ófullnægjandi.  
  • Boðaður hefur verið fundur formanna faghópa og formanns verkefnisstjórnar 18. maí þar sem farið verður stöðu gagnvart matinu hjá mismunandi faghópum og skoðað hvaða virkjunarkosti sé raunhæft að hefja mat á. 
 2. Aðgangur að gögnum um menningarminjar  
  • Ákveðið að SUP og ÁLA skoði möguleika á að gera samkomulags við Fornleifastofnun og Minjastofnun um aðgengi að gögnum, sambærilegt við samkomulag sem gert var við Náttúrufræðistofnun Íslands á dögunum.  
 3. Næstu skref 
  • ÁLA upplýsir faghóp skriflega um niðurstöðu fundar 18. maí nk. Næstu skref verða ákveðin í kjölfarið en gert er ráð fyrir næsta fundi faghósins undir lok mánaðarins.