17. fundur faghóps 1, 06.03.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 1 

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

17. fundur, 6. mars 2020 kl. 13-15

Fjarfundur á Teams

FUNDARGERÐ

Mætt úr faghópi 1: Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Þorvarður Árnason (ÞÁ) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð.

Aðrir: David C. Ostman (DCO), starfsmaður faghóps.

Dagskrá

1. Rannsóknaverkefni, og önnur vinnuþörf faghóps

Farið yfir rannsóknaþörf. Annars vegar er um að ræða rannsóknir sem bundnar eru einstökum virkjanakostum en hins vegar rannsóknir eða verkefni sem eru ekki bundnar einstökum virkjunarkostum en munu nýtast og flýta fyrir mati á einstökum viðföngum.

Í fyrrnefnda flokknum eru einkum sýnileikagreiningar og önnur áhrif á landslag og víðerni. Erfitt er að meta umfang þessa þáttar fyrr en ljóst er hversu margir og hvernig virkjanakostir verða til umfjöllunar í RÁ4. Þetta verkefni byggir bæði á vinnu í landupplýsingakerfum og gagnasöfnun á vettvangi. Í síðarnefnda flokknum er einkum um að ræða tvö verkefni; annars vegar flokkun á landi með hliðsjón af mikilvægi fyrir fugla (umsjónarmaður TGG) og hins vegar átak við að koma fornleifaskráningu inn í landupplýsingakerfi (umsjónarmaður/tengiliður SUP).

Faghópurinn hefur í sameiningu reynt að meta vinnuþörf fyrir mat á einstökum viðmiðum. Þær upplýsingar munu nýtast við að áætla vinnu við mat á virkjanahugmyndum sem berast til RÁ4.

2. Afmörkun virkjunarsvæða fyrir virkjunarhugmyndir

Unnið er að því að fá upplýsingar frá Veðurstofunni um vatnasvið fyrir virkjunarhugmyndir í vatnsorku. Þegar þær liggja fyrir verður hægt að afmarka svæði fyrir verðmætamat. JSÓ mun fara yfir afmörkunina með David áður en hún fer til faghópsins.

Undir þessum lið var einnig rætt um afmörkun svæða fyrir jarðhitavirkjanir.

3. Öflun gagna fyrir mat á einstöku viðföngum
David mun hafa samband við Náttúrufræðistofnun og fleiri aðila varðandi aðgang að landupplýsingagögnum. Einnig verður hann í sambandi við faghópsmenn um öflun upplýsinga fyrir einstök viðföng.

4. Farið yfir vinnutímaskráningu og önnur praktísk mál.

Gert er ráð fyrir að halda næsta fund þegar seinni sending af virkjunarhugmyndum hefur borist frá OS, eða fyrr ef sérstök ástæða þykir til.