14. fundur faghóps 1, 16.12.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 1 

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

14. fundur, 16. des. 2019 kl. 10:00 

Fjarfundur, Teams

FUNDARGERÐ

Mætt: Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Þorvarður Árnason (ÞÁ) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð.

Dagskrá:

  1. Rædd voru þriðju drög að skriflegum viðbrögðum faghóps við spurningum og athugasemdum haghafa. Lokaútgáfa send til yfirferðar á allra næstu dögum.

  1. David Ostman kom inn á fundinn frá ca. 10:30 til 11:30 og kynnti möguleika við GIS vinnslu á náttúrufarsgögnum sem faghópur leggur til grundvallar verðmæta- og áhrifamati virkjunarkosta. Einnig sýndi hann dæmi um notkun nýs landhæðarlíkans (ArcticDEM) í hárri upplausn. Faghópurinn var sammála um að þessi tækni geti gagnast vel við greiningu og samanburð á margskonar náttúrufarsgögnum og þannig aukið öryggi verðmæta- og áhrifamats fyrir einstök viðföng. Einnig bjóði hún upp á áhugaverða möguleika við myndræna framsetningu á niðurstöðum faghópsins.

  1. Önnur mál.

  • Hluti faghópsins—TGG, KJ, JSO og ÁLA—mun eiga fund með sérfræðingum á Náttúrufræðistofnun 17. des. Tilefni fundarins er að ræða almennt um náttúrufarsgögn og ýmsar upplýsingar sem faghópurinn mun þurfa á að halda við verðmæta- og áhrifamat, m.a. framboð, gæði og form gagna; mat á verndargildi, stöðu válista og náttúruminjaskrár. Um þetta sköpuðust líflegar umræður, enda er aðgangur að góðum gögnum og uppfærðum upplýsingum á aðgengilegu formi ein meginforsenda þess að faghópurinn geti sinnt hlutverki sínu.

  • TGG og ÞÁ opnuðu umræðu um verndargildi og mat á „óbyggðum“ eða „opnum“ svæðum á láglendi. Þau eru gjarnan búsvæði stórra fuglastofna, rík að menningarminjum og geta haft sérstætt landslag, þ.m.t. menningarlandslag.

  • JSO benti á að gagnlegt gæti verið fyrir faghópinn og stjórn rammaáætlunar að fá kynningu á vatnatilskipuninni (rammatilskipun Evrópusambandsins um verndun vatns eða Directive 2000/60/EC) og þeirri vinnu sem nú fer fram varðandi tilskipun hennar. Faghópurinn tók undir það.

Fundi var slitið kl. 12:10