11. fundur faghóps 1, 31.10.2019

Fundarfrásögn

Faghópur 1 

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

11. fundur 31. okt. 2019 kl. 14:00

 Fjarfundur, zoom

FUNDARGERÐ

Mætt: Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Þorvarður Árnason (ÞÁ) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð. 

Þorbjörg Auður Ævarr Sveinsdóttir frá UAR kom inn á fundinn milli kl. 14:40 og 15:10.

1. Efst á baugi Kynnt og rædd nokkur atriði sem eru eftst á baugi hjá RÁ, m.a.

  • Auglýsingu Orkustofnunar (OS) eftir virkjanakostum í RÁ-4. Þar kemur fram að OS hafi fengið beiðni um að skila fyrstu virkjunarhugmyndum áfram til verkefnisstjórnar 1. febrúar 2020, sem þýðir væntanlega að starf faghópsins við að afla gagna og mat á virkjunarkostum getur hafist fljótlega eftir það.
  • Morgunfund Skipulagsstofnunar og Rammaáætlunar um vindorku og landslag 29. okt.
  • Væntanlegt málþing 12. nóv. um samfélagsleg áhrif virkjunarkosta (faghópur 3). Lögð var áhersla á að möguleiki væri að fylgjast með fundinum í gegn um vefinn og var ÁLA falið að koma þeim skilaboðum áfram til hlutaðeigandi.

2. Staða rannsóknaverkefna. Kynnt var stutt samantekt á rannsóknaverkefnum á vegum faghóps 1, sem ábyrgðaraðilar innan faghópsins (ÞÁ, SUP og JSÓ) tóku saman að ósk ráðuneytisins. Um er að ræða sjö verkefni, þrjú sem hófust á síðasta ári og fjögur á yfirstandandi ári. Tveimur af þessum verkefnið er lokið og búið að skila skýrslu um þau, tveimur lýkur væntanlega fyrir árslok 2019, tveimur á að ljúka snemma á næsta ári en áætluð verklok í því síðasta eru í maí 2020. Lögð hefur verið áhersla á að gögn sem aflað er á vegum RA skili sér í gagnagrunna ráðuneytisins. Um þetta spunnust talsverðar umræður. Var m.a. bent á að í rannsóknum á vegum faghópsins sé bæði unnið með gögn sem safnað er sérstaklega fyrir RÁ og gögn frá öðrum aðilum sem unnið er úr og þau dregin saman til að þau nýtist við vinnu faghópsins, bæði í núverandi og síðari áföngum. Ákveðið var að óska eftir viðræðum við fulltrúa ráðuneytisins og formanni verkefnisstjórnar um verkferla í þessu sambandi.

3. Kynning og kennsla á TEAMS funda- og skjalakerfinu. Þorbjörg Auður sérfræðingur í UAR kynnti kerfið og möguleika þess fyrir starf faghópsins.

4. Viðbrögð við athugasemdum haghafa. Verkefnisstjórn hefur óskað eftir að faghópurinn taki saman viðbrögð við athugasemdum haghafa á fundum með þeim haustið 2018. Rædd voru helstu efnisatriði sem taka þarf fyrir.