Fréttasafn

Tímalína vinnunnar framundan

30.4.2015

Verkefnisstjórn og faghópar hafa sett upp verkáætlun, eða tímalínu, fyrir seinni hluta 3. áfanga rammaáætlunar. Tímalínuna má skoða í fullri stærð hér

Eins og sjá má er áætlað að verkefnisstjórn skili endanlegum tillögum sínum til umhverfis- og auðlindaráðherra þann 1. september 2016. Faghópar munu laga sína vinnu að þessum tímafresti og skila niðurstöðum sínum til verkefnisstjórnar þann 17. febrúar 2016. Sumarið 2015 verður nýtt til rannsókna og haustið 2015 í úrvinnslu þessara rannsókna. Veturinn 2015-2016 munu faghóparnir svo fara yfir niðurstöður rannsóknanna og meta þá virkjunarkosti og landsvæði sem til meðferðar eru í þessum áfanga. 

Þegar endanlegar tillögur verkefnisstjórnar hafa verið afhentar mun ráðherra taka afstöðu til tillagnanna. Að því loknu verður tillaga til þingsályktunar útbúin í ráðuneytinu og lögð fyrir Alþingi. Fyrirhugað er að þingsályktunartillagan verði afgreidd í þinginu áður en skipunartíma verkefnisstjórnar lýkur, sem er í mars 2017.