Innsend umsögn

Nafn: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Númer umsagnar: 88
Landsvæði: Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið)
Virkjunarhugmynd:
Umsögn: Það hefur verið sorglegt að fylgjast með undirbúningi framkvæmda sem gjörspilla
einni fallegustu sveit á landinu. Slíta sundur friðinn og leggja náttúruna í rúst.
Þjórsárdalur er ein dýrmætasta náttúruperla landsins, sem flestir þekkja, en hefur
verið eyðilagt sem ferðamannasvæði af opinberum og hálfopinberum fyrirtækjum. Mynni
Þjórsárdals með útsýni til Heklu yfir flúðir og hólma og falleg tún á
landsnámsjörðinni Haga er fræg mynd í huga flestra og stendur fyrir það fallegasta í
náttúru landsins - í byggð á láglendi sem flestir hafa aðstöðu til að njóta. Þar á
að skemma með Hvammslóni.
Fylgigögn: