Fréttasafn

Vettvangsferðir haustið 2020

3.2.2021

COVID-19 setti strik í reikninginn á síðastliðnu ári hvað varðaði vettvangsferðir verkefnisstjórnar og faghópa. Þó gáfust tækifæri til að skoða vindorkukosti í Borgarfirði og Hörgárdal seint á árinu. Eðli málsins samkvæmt var ekki unnt að hafa ferðirnar með óbreyttu sniði frá fyrri árum, þar sem velflestir fulltrúar í verkefnisstjórn og faghópum ferðuðust saman í rútu. Ítrustu sóttvarna var gætt og því varð úr að einungis einn fulltrúi úr verkefnisstjórn og einn fulltrúi faghópa fóru í ferðinar f.h. rammaáætlunar. 

Í lok október sl. fóru Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnisstjórnar, og Einar Torfi Finnsson fulltrúi í faghópi 2 á slóðir hins fyrirhugaða vindorkuvers Alviðru í Borgarfirði . Þau nutu leiðsagnar Einars Örnólfssonar bónda á Sigmundarstöðum í Þverárhlíð.

Fyrirhuguð Vindheimavirkjun var svo heimsótt í byrjun desember . Fyrir hönd rammaáætlunar tóku þátt Þórgnýr Dýrfjörð, fulltrúi í verkefnisstjórn, og Einar Torfi Finnsson, fulltrúi í faghópi 2. Andri Teitsson hjá Fallorku ehf. veitti þeim viðtöku með kynningu á virkjunarkostinum og svo var fyrirhugað virkjanasvæði heimsótt. 

Frásagnir frá þessum vettvangsferðum má nálgast hér á vefnum.