Verkefnisstjórn 6. áfanga

Hlutverk verkefnisstjórnar rammaáætlunar er að veita ráðherra ráðgjöf um vernd og orkunýtingu landsvæða. Samkvæmt lögum um rammaáætlun ber umhverfis-, orku og loftslagsráðherra (áður umhverfis- og auðlindaráðherra), í samráði og samvinnu við ráðherra þann sem fer með orkumál, að leggja fram á Alþingi tillögu um flokkun virkjunarkosta eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Verkefnisstjórn rammaáætlunar lagar vinnu sína að þessum tímamörkum.

Verkefnisstjórnin telur sex manns og er skipuð af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eftir tilnefningum frá  atvinnuvegaráðuneyti (áður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti) (tveir fulltrúar), forsætisráðuneyti (einn fulltrúi), Sambandi íslenskra sveitarfélaga (einn fulltrúi) og án tilnefningar (tveir fulltrúar, þ. á m. formaður). Verkefnisstjórnin er skipuð til fjögurra ára í senn.

Samkvæmt lögunum um rammaáætlun ber verkefnisstjórninni að sjá til þess að „… nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati … með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.“ Verkefnisstjórnin hefur tvö verkfæri til að sinna þessari skyldu sinni.

1. Verkefnisstjórnin sækir ráðgjöf til svokallaðra faghópa sem skipaðir eru sérfræðingum á ýmsum sviðum. Verkefnisstjórn ákveður fjölda og viðfangsefni faghópanna og velur fulltrúa í þá. Faghóparnir veita verkefnisstjórninni þá ráðgjöf sem hún þarf til að geta útbúið tillögur til ráðherra um vernd og nýtingu orkusvæða eins og lögin segja fyrir um.

2. Verkefnisstjórnin leitar samráðs við hagsmunaaðila, stofnanir hins opinbera, almenning og frjáls félagasamtök á ýmsum stigum vinnunnar við rammaáætlun, eins og mælt er fyrir um í lögunum. Gerð er grein fyrir þessu samráði á tímalínunni.

Fulltrúar í verkefnisstjórn 2025-2029

Verkefnisstjórn 6. áfanga rammaáætlunar var skipuð af Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og  loftslagsráðherra, í júní 2025.

Í verkefnisstjórninni sitja:

  • Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi alþingismaður, formaður,

  • Guðrún A. Sævarsdóttir, prófessor

  • Ása L. Aradóttir, prófessor

  • Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, lögfræðingur

  • Kjartan Ólafsson, félagsfræðingur.

  • Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Varamenn þeirra eru, í sömu röð,

  • Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumarður, varamaður formanns
  • Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri
  • Sveinbjörn Finnsson, aðstoðarmaður ríkisstjórnar
  • Birta Kristín Helgadóttir, orkuverkfræðingur
  • Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum
  • Valgerður Rún Benediktsdóttir, yfirlögfræðingur, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Starfsmaður verkefnisstjórnarinnar er Ása Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.