Innsend umsögn

Nafn: Rangárþing ytra
Númer umsagnar: 95
Landsvæði: Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið)
Virkjunarhugmynd:
Umsögn: 37.Umsögn Rangárþings ytra um drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða.
Rangárþing ytra fagnar þeim áfanga sem nú er náð að fyrir liggi drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða. Flokkun virkjanakosta í orkunýtingarflokk, biðflokk og verndunarflokk er skýr að því leyti að hafi virkjunarkostur verið settur í nýtingar- eða verndunarflokk, þá liggi fyrir nægilega miklar faglegar ástæður fyrir því að svo sé. Það verður því alltaf pólitísk ákvörðun – ekki fagleg – ef virkjanakostir eru færðir t.d. úr verndunarflokki í bið- eða nýtingarflokk.
Fylgigögn: