Innsend umsögn

Nafn: Hveragerðisbær - bæjarráð
Númer umsagnar: 9
Landsvæði: Reykjanesskagi - Hengilssvæði (Háhiti)
Virkjunarhugmynd: Grændalur (77)
Umsögn: Hvergerðingar og aðrir fylgjendur skilyrðislausrar verndunar Bitru,
Reykjadals og Grænsdals fagna tillögu til þingsályktunar um vernd og
nýtingu náttúrusvæða sem gerir ráð fyrir verndun á umræddu svæði. Með
því er sérstaða dalanna og svæðisins hér ofan byggðar í Hveragerði
viðurkennd en fyrir þessu höfum við barist allt frá því fyrsta hugmynd um
Bitruvirkjun kom fram.
Fylgigögn: