Innsend umsögn

Nafn: Halldóra Gunnarsdóttir
Númer umsagnar: 34
Landsvæði: Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið)
Virkjunarhugmynd: Urriðafossvirkjun (31)
Umsögn: Legg til að virkjanir í neðri hluta Þjórsár verði færðar úr nýtingarflokki í biðflokk. Sjónræn áhrif verða mikil og rannsóknir skortir á veigamiklum þáttum á lífríki í og við Þjórsá og sjávarins úti fyrir ósum hennar. Samfélagsáhrif hafa ekki verið rannsökuð en þau eru veruleg og neikvæð nú þegar í byggðunum við Þjórsá.
Fylgigögn: